Cart 0

 

Náttúrulegar Húðvörur

Sannfæring okkar er sú að það sem þú berð á húðina eigi að vera náttúrulegt og það hreint að óhætt sé að borða það – Purity Herbs er einnmitt það.

 

Uppruni hráefnanna

Íslensku jurtirnar og hreint íslenskt vatn gera þessa vörulínunu einstaka.

Á Íslandi hafa jurtir verið notaðar frá örófi alda í lækningaskyni og næstum hver Íslendingur hefur reynslu af grasalækningum í einhverri mynd. Íslensku jurtirnar eru mun smærri og harðgerðari en erlendar. Vaxtatíminn er styttri og þar af leiðandi eru þær mun kraftmeiri en erlendar sambærilegar jurtir.

Jurtir og lækningamáttur þeirra er eitt af undrum veraldar og því er engin betri leið til að viðhalda heilbrigði húðarinnar og halda í skefjum óæskilegum húðvandamálum en að blanda hreinum. villtum og kraftmiklum jurtum í vörurnar.

Hver einasta jurt hefur sína sérstöku eiginleika til að “lækna” og bæta ástand húðarinnar og sérstök blanda af mörgum ólíkum jurtum í hverri vörutegund gerir þær einstakar.

Allar jurtirnar eru handtíndar á réttu þroskastigi og við réttar aðstæður til að ná sem mestum krafti úr þeim. Einungis sá hluti af jurtinni sem nota á í framleiðsluna er klipptur af og restin af jurtinni fær að vaxa og dafna í friði. 

Eftir að krafturinn hefur verið nýttur úr jurtunum er hratinu skilað aftur til náttúrunnar. Því má segja að jurtirnar séu einungis fengnar að  láni úr forðabúri náttúrunnar.

 
 
 
 

áfhrif íslenskrar náttúru

Meðvituð um kosti okkar ástkæra Íslands og þökk sé ástríðu okkar fyrir náttúrulegum snyrtivörum; með hreinu íslensku vatni, handvöldum villtum íslenskum jurtum og eldfjallavikri höfum við búið til vörur með áhrif á heilsu og fegurð húðarinnar,
fyrir þig og þína.

 
 
 
 

Eingöngu náttúrlegt

Með því að nota Purity Herbs húðvörur geturðu upplifað silkimjúka, heilbrigða húð með náttúrulegum innihaldsefnum án kemískra geymsluefna parabena eða ilmefna,

 

add-to-chart-banner.png