Sagan
Fyrsta varan var framleidd fyrir meira en tveimur áratugum
Purity Herbs var stofnað á Akureyri 1994. Stofnendur þess voru Ásta Kristín Sýrusdóttir og André Raes, eftir að hafa. uppgötvað ótrúlegan árangur eftir notkun á heimagerðu jurtakremi.
Næstu skref
Það vildi svo til að afi drengsins var Böðvar Jónsson apótekari í Akureyrarapóteki, hann undraðist mjög þessa einstöku virkni í kreminu og kom að máli við Ástu og hvatti þau til að hefja framleiðslu á þessum sérstöku náttúruvörum svo fleiri fengju að njóta góðs af Undrakreminu og öðrum græðandi kremum.
Með ráðgjöf, hvatningu og hjálp Böðvars og Elínar Antonsdóttur hjá Iðnþróunarfélagi Eyjafjarðar var Purity Herbs stofnað og hjólin fóru að snúast og þar með Purity Herbs orðið fyrsta snyrtivörfyrirtækið á Íslandi til að framleiða náttúrulegar snyrtivörur.
upphafið
Kveikjan að stofnun Purity Herbs var af einskærri af tilviljun. André átti áhugamál sem tók hug hans allan en það var að búa til krem, olíur og te úr jurtum og öðrum náttúruefnum.
Eftir að hann fluttist til Íslands opnaðist honum nýr heimur í þessu sambandi því þar óx fjöldinn allur af heilnæmum, villtum og hreinum jurtum sem hann gat nýtt í þessa tilraunastarfsemi sína. Afraksturinn fór til vina og vandamanna til að reyna að draga úr húðkvillum og bæta ástand húðarinnar.
Á þessum tíma, árið 1993 vann Ásta á leikskóla í bænum og þar var lítill drengur sem var með mikil útbrot og exem. Ásta fékk leyfi hjá móður drengsins til að bera á hann eitt af þessum jurtakremum. Árangurinn lét ekki á sér standa, á nokkrum dögum voru útbrotin næstum gróin og húðin nánast orðin heilbrigð. Þetta einstaka krem var kallað "Undrakrem" og heitir enn í dag.
Staðsetningin
Allt frá Stofnun Purity Herbs hefur fyrirtækið verið staðsett á Akureyri.
Akureyri – „Perla norðursins“ – státar af hreinu lofti kyrrð og einstakri náttúru, sem stutt er í að sækja hreinar villtar íslenskar jurtir. Mest af þeim jurtum sem notaðar eru í framleiðslunni er tíndar og eða ræktaðar í nágrenni Akureyrar.
Ísland er land Andstæðna
Langir og kaldir vetur með aðeins nokkura klukkustunda dagsbirtu og stuttum sumrum með birtu allan sólarhringinn. Um 11% landsins eru þakin jöklum en samt kraumandi jarðhiti.
Veðrið er síbreytilegt og á venjulegum degi er hægt að upplifa allar fjórar árstíðirnar; sólskin, snjór, rigning og sterkur vindur. Rétt eins og mannfólkið þarf plöntulíf okkar að aðlagast til að geta lifað af.
Við teljum að þetta sé ástæðan fyrir því að þær plöntur sem lifa af íslenskar aðstæður séu þær hæfustu og kraftmestu.
Á Íslandi er hefð fyrir notkun jurta í lækningaskyni
Á Íslandi hafa jurtir verið notaðar frá örófi alda í lækningaskyni og næstum hver Íslendingur hefur reynslu af grasalækningum í
einhverri mynd.
Íslensku jurtirnar eru mun smærri og harðgerðari en erlendar. Vaxtatíminn er styttri og þar af leiðandi eru þær mun kraftmeiri en erlendar sambærilegar jurtir.
Hver einasta jurt hefur sína sérstöku eiginleika til að “lækna” og bæta ástand húðarinnar og sérstök blanda af mörgum ólíkum jurtum í hverri vörutegund gerir þær einstakar.
HREINLEIKI OG GÆÐI FYRIR HÚÐINA
áN pARABENA, TILBÚINNA iLMEFNA, PEG EFNA,
ÞALATA OG gERVIEFNA.
Í vörurnar okkar eru eingöngu notuð náttúruleg innihaldsefni, villtar íslenskar jurtir, íslenskt vatn, og hreinar lífrænt vottaðar ilmkjarnaolíur. Við handtínum jurtirnar og leggjum okkur fram um að umgangast þær með alúð þannig að gæði þeirra og kraftur skili sér út framleiðsluferlið í vörurnar.